Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg 42 á Seyðisfirði og er nafn stofnunarinnar dregið af þrílyfta timburhúsinu sem hýsir hana.
Miðstöðin var formlega opnuð árið 1998 og er starfsemin tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi í formi sýningarhalds, reksturs gestavinnustofu og fræðslustarfs. Markmið starfseminnar er að auka aðgengi Austfirðinga að vandaðri samtímalist og stuðla að dýpri þekkingu og skilningi á hlutverki myndlistar í samtímanum ásamt því að skapa örvandi vinnuumhverfi fyrir listamenn. Árið 2013 hlaut Skaftfell Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.
Í Skaftfelli er listamannaíbúð á efstu hæði fyrir gestalistamenn Skaftfells; á annarri hæð er sýningarsalur og lítil verslun með bókverkum, listaverkabókum og listaverkum; á jarðhæðinni er Bistró Skaftfells sem var hannað af Birni Roth, syni Dieters Roth, með uppáhalds Bistró Dieters í huga, en aðstaðan er leigð út til rekstraraðila. Skrifstofa Skaftfells er staðsett á Öldugötu 14
Upplýsingar um opnunartíma er að finna á heimasíðu Skaftfells
Deila Aftur í menning & listirStaðsetning / Upplýsingar
- Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður
- Sími: +354 4721632
- Netfang: [email protected]
- www.skaftfell.is