Dagar myrkurs

28. October, 2020 – 1. November, 2020

Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt til að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Í fimm daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Listafólk leggur lóð sín á vogarskálarnar; tónlist og myndlist verða í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý-stundir í sundlaugum, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og Ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað svo eitthvað sé nefnt. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða freistandi tilboð á vörum, veitingum og gistingu í tilefni daganna.

 

Deila
dagatal

Dagatal