Tónleikaröðin Bláa kirkjan

7. July, 2021 – 4. August, 2021

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan.
Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og fram í ágúst. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín. Flytjendur eru alla jafna tónlistarfólk í fremstu röð.
Seyðisfjarðarkirkja þykir gott tónleikahús og láta flytjendur vel af því. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Kirkjan getur tekið allt að 300 manns í sæti. Tónleikagestir eru bæði heimamenn og Austfirðingar sem og erlendir ferðamenn.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Tónleikarnir hefjast kl 20.30 og er aðgangseyrir er 3000.kr (2000 fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja). Við bendum á spennandi tilboð sem finna má í Austurlands appinu – 20% afsláttur fyrir notendur appsins

 

 

Dagskrá 2021

_
7. júlí
Saxófónar á Seyðisfirði – Vigdís Klara Aradóttir og Guido Baeumer leika á alt-saxófóna
Vigdís Klara og Guido hafa leikið saman á saxófóna í áraraðir, m.a. með íslenska saxófónkvartettinum og saxófónkvartettinum „mit links“ sem starfaði í Sviss. Á tónleikunum verða fluttir tveir flautudúettar og þá verða einnig leikin þrjú verk sem upphaflega voru samin fyrir saxófóna.
_
14. júlí
High Energy American Blues and Bluegrass with Dirty Cello
Dirty Cello kemur með mikla orku og frumlegan snúning á blús og blúgrass. Dirty Cello er leidd af Rebeccu Roudman, einstaklega líflegum cellóleikara, en hljómsveitin gerir út frá vesturströnd Bandaríkjanna.
_
21. júlí
Sjana syngur strákana
Söngkonan Kristjana Stefáns, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson ætla að bjóða uppá fjölbreytta dagskrá þar sem þau flytja í léttjözzuðum búningi lög frá m.a. Bubba Morthens, Björgvini Halldórs, KK, Hauki Morthens, Ragga Bjarna, Vilhjálmi Vilhjálms, Valgeiri Guðjóns, Gunnari Þórðar og fleirum.
_
28. júlí
Aurora
Olga Vocal Ensemble er a cappella sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012. Þema tónleikanna er Aurora, en norðurljósin mála fallegar myndir á himnum á dimmasta tíma ársins, eitthvað sem Olga vill gera með röddum sínum. Efnisskráin er fjölbreytt og lögin tengjast þema tónleikanna á einn eða annan hátt.
_
4. ágúst
Mánaskin og kantsteinar // Moonlight and Curbstones
Coney Island Babies er „indí-band“, innblásið af þungum og þéttum takti hinnar austfirsku öldu. Þau koma frá Neskaupstað og hafa gefið út tvær hljómplötur. Á tónleikunum verður flutt úrval laga af þeim.
_

Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna má finna á facebook síðu Bláu Kirkjunnar,  facebook.com/blaakirkjan/

Deila
dagatal

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Dagatal