Tónleikaröðin Bláa kirkjan

1. July, 2020 – 5. August, 2020

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan.
Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og fram í ágúst. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín. Flytjendur eru alla jafna tónlistarfólk í fremstu röð.
Seyðisfjarðarkirkja þykir gott tónleikahús og láta flytjendur vel af því.
Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel.
Kirkjan getur tekið allt að 300 manns í sæti. Tónleikagestir eru bæði heimamenn og Austfirðingar sem og erlendir ferðamenn.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Tónleikar hefjast 20:30 og eru miðar seldir við innganginn.

Fyrir nánari upplýsingar: www.blaakirkjan.is

 

Deila
dagatal

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Dagatal