Tónleikaröðin Bláa kirkjan

8. July, 2020 – 29. July, 2020

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan.
Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og fram í ágúst. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín. Flytjendur eru alla jafna tónlistarfólk í fremstu röð.
Seyðisfjarðarkirkja þykir gott tónleikahús og láta flytjendur vel af því. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Kirkjan getur tekið allt að 300 manns í sæti. Tónleikagestir eru bæði heimamenn og Austfirðingar sem og erlendir ferðamenn.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Tónleikar hefjast kl 20:30  og eru miðar eru seldir við innganginn frá kl 20.00.
Hefðbundið miðaverð er 2500kr en 2000 fyrir námsmenn, eldriborgara og öryrkja.
20% afsláttur með SparAustur appinu!
Aðgangur er ókeypis fyrir börn undir 16 ára.

 

 

Dagskrá 2020

 

8. júlí – Sóley Þrastardóttir / Tónleikar í a-moll

Flutt verða þrjú verk og hvert þeirra er fulltrúi eins þriggja tímabila í tónlistarsögunni; barokks, klassíkur og rómantíkur. Það eru partítata eftir Johann Sebastian Bach, sónata eftir Carl Philipp Bach og sóló eftir Kuhlau.

15. júlí – Cauda Collective / Að heiman

Á tónleikunum „Að heiman“ munu Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, meðlimir í kammertónlistarhópnum Cauda Collective, leika tónverk sem öll eru innblásin af heimahögum og þjóðlagatónlist eftir tónskáldin Bela Bartok, Bohuslav Martinů, Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur og Birgit Djupedal, auk nýrra útsetninga á íslenskum þjóðlögum.

22. júlí – Guðmundur R. ásamt hljómsveit / 50/50

Á tónleikunum 50/50 í Bláu kirkjunni mun mun Guðmundur R. Gíslason, ásamt Jóni Hilmari, Þorláki Ægi og slagverksleikara, flytja lög af nýjustu plötu sinni „Sameinaðar sálir“ en sú plata hefur fengið frábæra dóma. Hann mun einnig syngja eldri lög ef ferlinum sem allir þekkja. María Bóel Guðmundsdóttir verður sérstakur gestur á tónleikunum.

29. júlí – Kvartettinn Kurr / Franskir söngvar

Kvartettinn Kurr hefur starfað um árabil og komið fram á hinum ýmsu tónleikum og tónleikaröðum. Kvartettinn hefur flutt mjög fjölbreytta efnisskrá með innlendu og erlendu efni auk frumsaminnar tónlistar úr smiðju Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur. Tónleikarnir í Bláu kirkjunni bera heitið „Franskir söngvar“ og efnisskráin inniheldur franska tónlist úr ýmsum áttum í splunkunýjum útsetningum.

Nánari upplýsingar um efnisskrá tónleikanna má finna á heimasíðu Bláu Kirkjunnar, www.blaakirkjan.is

 

Deila
dagatal

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Dagatal