Þakklætislundur

Í Þakklætislundinum er tækifæri til þess að setjast niður, þakka þeim sem reynst hafa Seyðfirðingum vel í kjölfar skriðufalla, þakka fyrir lífið og þakka fyrir að enginn skyldi farast í þessum miklu náttúruhamförum.

Hér eru allir velkomnir.

Lundurinn er á þeim stað þar sem fólk safnaðist saman á meðan skriðurnar féllu og staðsetningin því afar táknæn. Hér er hægt að virða fyrir sér skriðusárið og horfa yfir þá miklu uppbyggingu sem nú þegar hefur átt sér stað.

Nánar um skriðuföllin