Seyðisfjörður býður þér upp á veislu fyrir bragðlaukana og gott úrval verslana sem bjóða upp á fjölbreyttar vörur.
Veitingastaðir
Þrátt fyrir að á Seyðisfirði búi einungis tæplega 700 manns þá eru gæði veitingastaða á heimsmælikvarða.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en á Seyðisfirði finnur þú meðal annars huggulegt kaffihús, margrómaðan sushi veitingastað, áhugaverðar pizzur, ferskan fisk beint frá sjómanni og seyðfirskan bjór.
Verslun
Við hið margrómaða „Regnbogastræti“ og á Austurvegi má finna seyðfirskt og íslenskt handverk og sérvöru, auk fjölbreyttra erlendra hönnunarvara.
Helstu nauðsynjar má versla í apóteki, kjörbúð og vínbúð ÁTVR á Seyðisfirði.