Kaffi Lára El Grillo Bar
Kaffi Lára El Grillo Bar selur eigin framleiðslu, öl sem nefnist El Grillo eftir Bresku olíubirgðaskipi sem sökkt var í firðinum í seinni heimsstyrjöldinni. Á flöskunum er að finna sögu skipsins. Kaffi Lára er til húsa í einu af þeim einstöku aldamótahúsum er prýða Seyðisfjörð. Þar er notalegt að setjast niður, fá sér góða máltíð, horfa á leik, hlusta á trúbador og hitta bæjarbúa.
Kaffi Lára býður upp á fjölbreyttan matseðil sem inniheldur íslenskt kjöt og fisk og eldað á grilli. Þú finnur einnig yfir 25 íslenska bjóra sem og þeirra eigin bjór, El Grilló, sem er uppskrift afa eigandanna sem er jafnframt upphafsmaður Kaffi Láru, Eyþór Þórisson. Skv. sögunni þá sofnaði Eyþór á barnum eftir aðeins of marga. Þá birtist frú Lára honum í draumi og hvíslaði að honum uppskriftinni.
Verið hjartanlega velkomin á Kaffi Láru
Deila Aftur í matur & verslunStaðsetning / Upplýsingar
- Kaffi Lara El Grillo Bar | Nordurgata 3 | 710 Seydisfjordur
- Sími: + 354 472-1703
- Netfang: [email protected]
- www.facebook.com/kaffilara