Seyðisfjörður er mekka
menningar, sögu og gestrisni á Austurlandi.
Seyðisfjörður hlykkjast langur og mjór á milli hárra fjalla Austfjarða. Innst við minni fjarðarins, undir skjóli fjallanna Bjólfs (1085m) og Strandatinds (1010m), lúrir kaupstaður fjarðarins. Seyðisfjarðarkaupstaður er rómaður fyrir afslappað andrúmsloft, úrval menningarviðburða, fjölbreytt samfélag og einstaka náttúrufegurð sem býður upp á ótakmarkaða útivistarmöguleika.
Miðbærinn skartar litskrúðugum timburhúsum sem eiga fáa sína líka hér á landi, enda Seyðisfjörður þekktur fyrir einstaka þyrpingu norskra húsa frá aldamótunum 1900.
Þar má finna ýmsar verslanir, upplifa einstaka matarupplifun og drekka í sig bóhem anda Seyðisfjarðar.