Tækniminjasafn Austurlands
Þann 18. desember 2020 féll stór aurskriða á safnasvæði Tækniminjasafnsins. Margar sögufrægar byggingar eyðilögðust og skemmdust auk skrifstofa safnsins, hluta sýninga þess og geymslum sem hýstu safnkost þess.
Tækniminjasafn Austurlands hefur fjallað um sögu Austurlands með áherslu á tæknivæðingu frá um 1880 til 1050. Þar hefur verið varpað ljósi á hvernig tækninýjungar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagn, fjarskipti, samgöngur og byggingarlist, voru samofnar breytingum á lifnaðarháttum á Seyðisfirði og landinu öllu.
Framtíð safnsins er í uppnámi en einnig áhugaverð og spennandi. Við erum bjartsýn og vonumst til að opna safnið fljótlega aftur á nýjum stað, þar sem sérkenni safnsins sem lifandi safns með vinnustofum og verkstæðum verða í forgrunni.
Frá því að skriðan féll hefur aðaláhersla okkar verið á að tryggja varðveislu þess hluta safnkostsins sem slapp undan skriðunni, hreinsa hann og skipuleggja, auk vinnu við endurreisn þessa spennandi safns.
Deila Aftur í menning & listirStaðsetning / Upplýsingar
- Sími: +354 472-1696
- Netfang: [email protected]
- www.tekmus.is/