Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Sýndir eru m.a. munir, minjar, hús, myndir og verkferlar. Vegna sérhæfingar sem minjasafns er fjallar um nútímavæðingu þjóðarinnar og er mikið um óvenjulegar vélar og búnað og aðrar menningarminjar sem ekki eru til sýnis í mörgum öðrum söfnum landsins. Tækniminjasafnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagns, fjarskipta, samganga og byggingalistar eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Safnið er einnig byggðasafn Seyðfirðinga. Haldin eru námskeið og sýningar auk þess sem stundaðar eru rannsóknir og kennsla. Tækniminjasafnið tekur einnig þátt í margvíslegu menningarstarfi og samstafsverkefnum. Sýningar eru lifandi og leitast við að endurvekja andrúm tímans sem fjallað er um. Safnasvæðið er jafnframt tilvalið útisvistarsvæði fyrir gönguferðir og samveru. Lítil verslun er á safninu þar sem hægt er að fá bækur, sælgæti og minjagripi.

Smiðjuhátíðin í Tækniminjasafni Austurlands er haldin seinni partinn í júlí ár hvert.

Opnunartímar vetur: 16. september – 31. maí

Opið þegar skemmtiferðaskip eru í höfn og/eða eftir samkomulagi

Opnunartímar sumar: 1. júní – 15. september* einnig opið þegar skemmtiferðaskip eru í höfn eða eftir samkomulagi

Mánudag – föstudag: Lokað

Helgar: 11:00-17:00*

Deila
Aftur í menning & listir

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Herðubreið
– menningar og félagsheimili

All year Allt árið

Herðubreið menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðar hýsir ýmsar hátíðir, þar…

Lesa nánar

Skálar

All year Allt árið

Skálar er miðstöð hljóðlistar og tilraunatónlistar. Meginmarkmið Skála er…

Lesa nánar

Heima
Collective

Allt árið

HEIMA er þverfagleg kommúna fyrir upprennandi og starfandi listamenn.…

Lesa nánar

Tvísöngur

Allt árið

Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Byggingarefni…

Lesa nánar

List
í Ljósi / Art in the light

Vetur

14. og 15. febrúar 2020 Listahátíðin List í ljósi…

Lesa nánar

LungA
skólinn

Vetur

LungA Skólinn er listalýðháskóli sem er staðsettur í Seyðisfjarðarbæ.…

Lesa nánar

Smiðjuhátíð
Tækniminjasafnsins

Sumar

Smiðjuhátíðin í Tækniminjasafni Austurlands er haldin seinni partinn í…

Lesa nánar

Haustroði

Vetur

Haustroði er markaðs- og uppskeruhátíð fjölskyldunnar. Haustinu fagnað með…

Lesa nánar

Hýr
halarófa – Gleðiganga líka á Seyðisfirði

Sumar

Af hverju Gleðiganga líka á Seyðisfirði? Þetta byrjaði allt…

Lesa nánar

Ströndin
Studio

Eftir beiðni Sumar

Ströndin stúdíó er tilrauna- og fræðslumiðstöð fyrir ljósmyndun staðsett…

Lesa nánar

Skaftfell
– myndlistarmiðstöð Austurlands

Allt árið

Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist, með megin áherslu á…

Lesa nánar

Fjarðarselsvirkjun

Eftir beiðni Sumar

Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsett 1913,…

Lesa nánar