LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi

13. July, 2020 – 19. July, 2020

LungA- Listahátíð ungs fólks, Austurlandi.

Hátíðin er haldin á Seyðisfirði um miðjan júlí ár hvert. Á dagskrá eru fjölbreyttar listasmiðjur sem starfræktar eru frá þriðjudegi til laugardags, fjölbreyttir viðburðir, s.s. tónleikar, uppskeruhátíð smiðjanna, myndlistarsýningar, leiksýningar og fleira og fleira. Hátíðin fagnar 20 ára afmæli í ár!

LungA hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru. Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Ennfremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.

Deila
dagatal

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Related links

Dagatal