Tvísöngur

Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne.

Byggingarefni Tvísöngs er járnbundin steinsteypa. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2.

Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni.

Tvísöngur er öllum opinn. Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni yfir fjörðinn. Verkið býður upp á hljóðræna upplifun sem virkja má til söngs og hljóðtilrauna einstaklinga og hópa í einveru, í samsöng, til eigin yndisauka eða fyrir áheyrendur.

Til að fara að Tvísöng þarf að ganga malarveg sem liggur mót fiskvinnslunni Brimberg í 15-20 mín.

Deila
Aftur í menning & listir

Staðsetning / Upplýsingar

  • Tvisongur
Finna á korti

Herðubreið
– menningar og félagsheimili

Allt árið

Herðubreið menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðar hýsir ýmsar hátíðir, þar…

Lesa nánar

Heima
Collective

Allt árið

HEIMA er þverfagleg kommúna fyrir upprennandi og starfandi listamenn.…

Lesa nánar

List
í Ljósi / Art in the light

Vetur

14. og 15. febrúar 2020 Listahátíðin List í ljósi…

Lesa nánar

LungA
skólinn

Vetur

LungA Skólinn er listalýðháskóli sem er staðsettur í Seyðisfjarðarbæ.…

Lesa nánar

Tækniminjasafn
Austurlands

All year Allt árið

Þann 18. desember 2020 féll stór aurskriða á safnasvæði…

Lesa nánar

Smiðjuhátíð
Tækniminjasafnsins

Sumar

Smiðjuhátíðin í Tækniminjasafni Austurlands er haldin seinni partinn í…

Lesa nánar

Haustroði

Vetur Winter

Haustroði er markaðs- og uppskeruhátíð fjölskyldunnar. Haustinu er fagnað…

Lesa nánar

Hýr
halarófa – Gleðiganga líka á Seyðisfirði

Sumar

Af hverju Gleðiganga líka á Seyðisfirði? Þetta byrjaði allt…

Lesa nánar

Ströndin
Studio

By request Eftir beiðni Sumar Summer

Ströndin stúdíó er tilrauna- og fræðslumiðstöð fyrir ljósmyndun staðsett…

Lesa nánar

Skaftfell
– myndlistarmiðstöð Austurlands

All year Allt árið

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg…

Lesa nánar

Fjarðarselsvirkjun

Eftir beiðni Sumar

Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsett 1913,…

Lesa nánar