Fjarðarselsvirkjun
Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsett 1913, og lítt breytt frá upphafi. Það út af fyrir sig gerir hana mjög forvitnilega. En auk þess er hún ein af þremur til fjórum virkjunum sem mörkuðu afgerandi mest tímamót á öldinni. Meðal annars var hún fyrsta riðstraumsvirkjunin og frá henni var lagður fyrsti háspennustrengurinn. Ennfremur var hún aflstöð fyrstu bæjarveitunnar.
Fyrir 90 ára afmælið 2003 ákvað RARIK að leggja áherslu á það vægi sem virkjunin hefur í raforkusögu landsins og hafa hana til sýnis fyrir innlenda og erlenda gesti. Í því skyni var sett upp minjasýning í stöðvarhúsinu og stöðvarhúsið og næsta nágrenni lagfært. Nokkrum árum áður var virkjunarsvæðið endurskipulagt. Til þess að heimsækja Fjarðarselsvirkjun vinsamlegast hafið samband við Upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði.
Nálægð virkjunarinnar við Seyðisfjörð eykur einnig gildi hennar fyrir bæjarbúa og til dæmis eru hvammurinn og gilið hluti af útivistarsvæði Seyðfirðinga.
Deila Aftur í menning & listirStaðsetning / Upplýsingar
- Sími: +354 472-1122
- Netfang: [email protected]
- www.fjardarsel.is