LungA Skólinn er listalýðháskóli sem er staðsettur í Seyðisfjarðarbæ. Skólinn leggur helst áherslu á sjálfskoðun í gegnum listir og skapandi vinnu. Hópurinn hverju sinni fer í náið sameiginlegt ferðalag þar sem nemendur búa saman, elda saman, fagna saman og læra saman.
Á hverju vori og hausti hefst nýtt 12 vikna ævintýri þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að kafa ofan í hina ýmsu listmiðla og gera tilraunir undir leiðsögn valinkunna listamanna sem koma ferskir úr listaheiminum til kennslu. Í LungA skólanum gefst nemendum einnig tækifæri til þess að kynnast nýju fólki, þar á meðal sjálfum þér.
Allar listasmiðjurnar eru leiddar af starfandi listamönnum sem skapa rammana og kynna nemendur fyrir listinni í gegnum þeirra eigin vinnuaðferðir og hugmyndir.
Read more here: www.lungaschool.is