Exploring Seyðisfjörður er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á…
Seyðisfjarðarkirkja
Bláa Kirkjan á Seyðisfirði er orðin ein af þekktustu byggingum á Íslandi. Með hinn sérstaka bláa lit og fallegan byggingarstíl hefur kirkjan skapað sér sess sem vinsæll ferðamannastaður. Kirkjan var upphaflega á Dvergasteini og 1882 var heimilað með lögum að flytja hana á Vestdalseyri. Fyrst var kirkjan reist á hjalla ofan við byggðina á Vestdalseyri en hún fauk um koll í ofsaveðri 1894. Kirkjan var endurreist niðri á eyrinni og stóð þar til 1920 er hún var flutt á núverandi stað í hjarta Seyðisfjarðar. 1989 skemmdist kirkjan í eldi sem kviknaði þegar unnið var að endurbótum á húsinu. Pípuorgel sem sett var upp árið 1987 gjöreyðilagðist í eldinum en í dag er í kirkjunni samskonar orgel og það sem eyðilagðist.
Bláa Kirkjan er opinn fyrir gesti yfir sumartímann.
Hefðbundnir opnunartímar, júní – ágúst
Virka daga: 10:00–12.00 & 13:00–17:00
Kirkjan er ávallt opin þegar skemmtiferðaskip eru í höfn
Deila Aftur í afþreyingStaðsetning / Upplýsingar
- Bjólfsgata 10, 710 Seyðisfjörður
- Sími: +354 472-1182
- Netfang: [email protected]
Exploring
Seyðisfjörður

Skaftfell
– Myndlistarmiðstöð Austurlands

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg…
Regnbogastræti

Árið 2016 tóku íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins sig saman…
Herðubíó

Herðubíó er sjálfstætt kvikmyndahús með einn sýningarsal sem var…
Upplýsingamiðstöð

Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar er staðsett í Ferjuhúsi, að Ferjuleiru 1.…
Sundhöll
Seyðisfjarðar

Notaleg innilaug með heitum pottum, sánu og miklum karakter.…
Íþróttamiðstöð
Seyðisfjarðar

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar var formlega tekin í notkun 1. febrúar…
Tækniminjasafn
Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands varð fyrir gífurlegum skaða við skriðuföllin í…
Fjarðarselsvirkjun

Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjunin á Íslandi, stofnsett 1913,…
Skíðasvæðið
í Stafdal

Möguleikarnir eru endalausir í Stafdal og er svæðið eitt…
Golf
á Hagavelli

Rétt við Fjarðarsel er golfvöllurinn Hagavöllur. Mikil uppbygging hefur…