Skíðasvæðið í Stafdal

Möguleikarnir eru endalausir í Stafdal og er svæðið eitt besta skíða- og brettasvæði á landinu. Einungis 10 mínútna akstur er frá Seyðisfirði í Stafdal og um 15 mínútna akstur er frá Egilsstöðum.

Á skíðasvæðinu í Stafdal eru tvær diskalyftur og skíðabrekkur við allra hæfi, fyrir lengra komna sem og styttra. Barnalyfta er einnig á svæðinu. Skíðabrekkur við neðri diskalyftu eru flóðlýstar. Hægt er að kaupa léttar veitingar um helgar í skíðaskálanum og skíðaleiga er einnig starfrækt þar.

Troðnar brautir eru fyrir gönguskíði þegar færi gefst.
Í Stafdal eru vélsleðamenn velkomnir og liggja leiðir þaðan til allra átta og á góðum degi tilvalið að skoða nærliggjandi firði. Snjósleðaiðkendur eru beðnir um að halda sig frá öllum troðnum brautum og öðrum þeim brekkum sem skíðað er í.

Seyðisfjarðarkaupstaður og Fljótsdalshérað hafa samstarf um rekstur skíðasvæðis í Stafdal, sem liggur á milli Efri-stafs og Neðri-stafs í Fjarðarheiði.

Starfrækt desember til maí. Opið daglega ef nægur er snjór og veður leyfir.

Deila
Aftur í afþreying

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Exploring
Seyðisfjörður

Sumar

Exploring Seyðisfjörður er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á…

Lesa nánar

Skaftfell
– Myndlistarmiðstöð Austurlands

Allt árið

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg…

Lesa nánar

Regnbogastræti

Allt árið

Árið 2016 tóku íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins sig saman…

Lesa nánar

Herðubíó

Allt árið

Herðubíó er sjálfstætt kvikmyndahús með einn sýningarsal sem var…

Lesa nánar

Upplýsingamiðstöð

Allt árið

Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar er staðsett í Ferjuhúsi, að Ferjuleiru 1.…

Lesa nánar

Sundhöll
Seyðisfjarðar

Allt árið

Notaleg innilaug með heitum pottum, sánu og miklum karakter.…

Lesa nánar

Íþróttamiðstöð
Seyðisfjarðar

Allt árið

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar var formlega tekin í notkun 1. febrúar…

Lesa nánar

Tækniminjasafn
Austurlands

Allt árið

Opnunartímar Maí – september Mánudaga – laugardaga kl. 10…

Lesa nánar

Seyðisfjarðarkirkja

Allt árið

Bláa Kirkjan á Seyðisfirði er orðin ein af þekktustu byggingum…

Lesa nánar

Golf
á Hagavelli

Sumar Summer

Rétt við Fjarðarsel er golfvöllurinn Hagavöllur. Mikil uppbygging hefur…

Lesa nánar