Fjallkonustígur
Gönguferð um Vestdal, að Vestdalsvatni og að skúta Fjallkonunnar.
Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið, ein sú fjölfarnasta á Austurlandi á árunum 1880-1910 og víða má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Við Vestdalsvatn fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn sumarið 2004. Við rannsókn kom í ljós að beinin og perlurnar tilheyrðu þrjátíu ára gamalli konu frá því um 940. Fundurinn telst vera með merkari fornleifafundum hérlendis.
Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta Fjallkonunnar, inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um Vestdal. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið „Gönguleiðir á Víknaslóðum“ sem fæst í upplýsingamiðstöðvum.
Tímalengd: 3,5 klst | Fjarlægð: 6 km
– Aðgengilegt frá júní og frameftir hausti.
Hægt er að kaupa göngukort í Upplýsingamistöðinni
Deila Back to hikes