Tindarnir sjö

Ef þú villt hljóta nafnbótina “Fjallagarpur Seyðisfjarðar”, skaltu koma við á Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Seyðisfirði og fá afhent kort sem á eru letruð nöfn fjallanna sjö. Gestabókahirslum hefur verið komið fyrir á fjallstoppunum sjö og í hirslunum eru gatatangir með mismunandi munstri eftir fjalli. Þegar þú ert komin á topp viðkomandi fjalls gatar þú með gatatöng í viðeigandi reit á kortinu.
Kortinu er síðan framvísað á Upplýsingamiðstöðinni, þegar þú hefur klifið fjöllin sjö. Sem sigurlaun færð þú afhent viðurkenningaskjal, þar sem afrekið verður staðfest. Jafnframt mun nafn þitt verða skráð í “Fjallagarpaskrá”.
Sérstök skrá er haldin yfir þá sem gengið hafa á öll fjöllin sjö á innan við 24 tímum. Fá þeir nafnbótina OfurFjallagarpar Seyðisfjarðar.
Hægt er að kaupa göngukort í Upplýsingamistöðinni

ATH! Oft er um margar leiðir að ræða á fjallatoppana. Í gönguleiðalýsingunni er sagt lauslega frá þeim algengustu. Ekki er tekin ábyrgð á GPS punktum sem gefnir eru upp, ef villur koma í ljós vinsamlega látið vita hjá [email protected].
Hnitin eru í WGS84.
Við hvetjum til þess að börn og unglingar fari ekki á fjöll nema í fylgd með fullorðnum.

ATH! FLJÓTT GETUR SKIPAST VEÐUR Í LOFTI, ÞVÍ Á ALDREI AÐ FARA Í FJALLGÖNGU ÁN ÞESS AÐ VERA BÚINN AÐ KYNNA SÉR VEÐURSPÁ OG LÁTA VITA AF FERÐAÁÆTLUN. 

 

Gönguleiðalýsingar á sjö fjöll við Seyðisfjörð

1. Sandhólatindur (einnig kallaður Hákarlshaus) 1154 m (65°18,649-14°00,339) Hæsta fjall við Seyðisfjörð. Ágæt leið er úr Vestdal á tindinn, farið er upp vesturhlíð fjallsins. Sneitt er hjá hamrabeltum upp hlíðina og eftir það er auðgengt á tindinn. Brú er yfir Vestdalsá ofan við foss.  (65°17,021-14°01,439).

2. Bjólfur 1085 m  Gangan hefst við skíðaskálann í Stafdal (65°14,365-14°06,725). Gengið er með hlíðum Stafdalsfellsins eftir stikaðri leið og síðan yfir Stafdalsá fyrir ofan efsta fossinn. Auðgeng leið er upp vesturhlíð fjallsins. Ágætt er að fylgja vegslóða eftir ljósleiðara niðurlögn upp fjallið. Gestabókahirslan er í vörðu á toppi fjallsins,(65°15,890-14°03,668) en á næsta hjalla um 70 m neðar er besta útsýnið yfir Seyðisfjarðarkaupstað.

3. Nóntindur 1065 m (65°13,209-14°02,372) Hægt er að komast á tindinn vestan úr Króardalsskarði. Skemmtileg en frekar brött leið er upp frá Fjarðarseli (65°14,685-14°01,870). Fylgt er þá gömlu símalínunni sem lá til Mjóafjarðar. Þegar komið er upp í Króadalsskarðið er beygt til vesturs og er þá auðgengt á tindinn. Einnig er hægt að hefja gönguna frá minnismerkinu í Neðri-Staf (65°13,850-14°04,813). Hægt er að ganga fjallshrygginn milli Nóntinds, Hádegistinds og Strandartinds.

4. Hádegistindur 1125 m (65°13,568-13°58,062) Stutt en frekar brött leið er úr Seyðisfirði. Gangan hefst við Dagmálalæk, farið upp ofan Grákambs, austan við Gullþúfu (lítið fell neðan við Hádegistind), síðan upp bratta skriðu um Sörlastaðaskarð (65°13,774-13°58,132). Gengið á fjallið að austanverðu. Fær leið er einnig úr Skógaskarði (65°13,342-13°59,185). Hægt er að komast á tindinn úr Sörlastaðadal, en sú leið er nokkuð löng.

5. Strandartindur 1010 m (65°15,808-13°57,012)  Þokkaleg leið en nokkuð löng er úr Sörlastaðadal. Gangan hefst þá við Sörlastaði. Gengið inn Sörlastaðadal og síðan upp suðurhlíð fallsins. Erfiðari og brattari leið er upp úr Botnum, þá er farið um bratt skarð (65°15,072-13°57,390) innan við Dagmálatind (á sumum kortum kallað Miðtindur). Þegar komið er upp á brúnina við Dagmálatind, er henni fylgt til austurs, krækt er niður fyrir klettabelti sem hindrar leið og stefnan síðan tekin á tindinn.

6. Snjófjallstindur (merkt á sumum kortum sem Snjófell) 1028 m (65°14,757-13°50,121). Gangan hefst við bílastæðið í Austdal. Gengið er inn Austdalinn og stefnan tekin á Hrossadali (65°15,487-13°49,304). Þar er farið upp fyrir klettabelti í hlíðinni og haldið hæð þar til komið er á móts við tindinn. Farið er upp bratta skriðu í austanverðum tindinum. Auðgengt er einnig frá fjallinu Bægsli.

7. Bægsli 938 m (65°16,025-13°49,867). Auðgeng leið er frá gamla flugvellinum upp Salteyrardalinn, farið er á toppinn að austanverðu. Einnig er þokkaleg leið úr Hrossadölum í Austdal. Þá er farið upp suðurhlíð fjallsins. Auðgengt er af Bægsli á Snjófjallstind.

Deila
Back to hikes

Staðsetning / Upplýsingar

Fjallagarpar Seyðisfjarðar

  • 1. Borgþór Jóhannsson, tímabil 27.07-26.08 2007.
  • 2. Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, tímabil 08.07-27.08 2007.
  • 3. Jónas Pétur Jónsson, tímabil 08.07-29.07 2007.
  • 4. Daði Kristjánsson, tímabil 21.07.-21.09.08
  • 5. Helena Lind Birgisdóttir, tímabil 19.08.-21.09.08.
  • 6. Gunnar Sverrisson, tímabil 29.08.-25.09.08.
  • 7. Grétar R. Benjamínsson, tímabil 27.06.-24.07.10.
  • 8. Klaus Schmit, tímabil 25.06-11.08.10.
  • 9. Ísak Ármann Grétarsson, tímabil 24.07-12.09.10.
  • 10. Guðjón Egilsson, tímabil 29.06-20.09.10.
  • 11. Ólafía María Gísladóttir, tímabil 02.08.- 28.07.12.
  • 12. Andri Borgþórsson, tímabil 20.08.-16.10.15.
  • 13. Hjalti B. Axelsson, tímabil 25.09.15-14.09.16.
  • 14. Gunnar B. Sigmarsson, tímabil 12.07.12-06.08.17
  • 15. Valur Andrason, tímabil 15.07-17-12.08.17.
  • 16. Gillian Berrian, tímabil 14.07 - 16.07. USA.
  • 17. Jeremy Berrian, tímabil 14.07 - 16.07. USA.
  • 18. Sigmar Gunnarsson, tímabil 23.07 - 06.08.
  • 19. Vigdís Gunnarsdóttir, tímabil 23.07 - 06.08.
  • 20. Pawel Krasinski, tímabil 02.07.19 - 14.07.19.
  • 21. Patrycja Skoczeypiec, tímabil 02.07.19 - 14.07.19.
  • 22. Pernille Weiland Pedersen, tímabil 06.08.2019
  • 23. Cesar Saunchez, tímabil 30.06.17 - 30.08.20.
  • 24. Seweryn Wójcikowski, tímabil 13.07.- 25.07 2021.
  • 25. Svava Lárusdóttir, tímabil 30.08.14 - 10.07.22
  • 26. Vostech Eidek, tímabil 23.04.22 - 16.9.22

Ofurfjallagarpar Seyðisfjarðar

  • 1. Jónas Pétur Jónsson, júlí 2009. Tími 21 klst. og 5 mín.
  • 2. Gunnar Sverrir Gunnarsson, júlí 2017. Tími 20 klst. og 20 mín.
  • 3. Magnús Baldur Kristjánsson, júlí 2017. Tími 20 klst. og 20 mín.

Tvísöngur

allt árið

Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Tvísöngur er öllum…

Lesa nánar

Brimnes

sumar

Keyrt er 10 km frá miðbænum út að bóndabænum…

Lesa nánar

Fjallkonustígur

sumar

Gönguferð um Vestdal, að Vestdalsvatni og að skúta Fjallkonunnar.…

Lesa nánar

Austdalur
– Skálanes

sumar

Létt og skemmtileg ganga á láglendi frá bílastæði við…

Lesa nánar

Fossaganga

sumar

Gönguferð með Fjarðará Ánægjuleg, auðveld ganga frá hjarta bæjarins…

Lesa nánar

Búðarárfoss

allt árið

Auðveld ganga upp að Búðarárfossi. Á leiðinni er upplagt…

Lesa nánar