Farfuglaheimilið Hafaldan
Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan ferjan Norræna hóf ferðir sínar til Seyðisfjarðarhafnar.
Í hinu sögufræga húsi Gamla spítalanum (1898) er frábær aðstaða fyrir gesti. Fallega innréttuð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, notaleg SPA aðstaða með saunu sem er opin og ókeypis fyrir gesti hostelsins. Eins er líka þvottavél/þurrkari aðgengileg gegn greiðsu. Lítill bar með bjór & léttvíni á góðu verði er á staðnum og fylgir opnunartíma afgreiðslunnar. Eins er hægt að bóka léttan morgunverð á staðnum.
Herbergin eru fjölbreytt í stærðum & gerðum og ýmist með baði eða án. Hentar vel fyrir fjölskyldur, pör, vinahópa eða einstaka ferðalanga.
Hafaldan er grænt farfuglaheimili og hefur notið leiðsagnar Farfuglahreyfingarinnar (Hostelling International) sem hefur verið leiðandi í því að samtvinna sjálfbærni og umhverfisvernd inn í móttöku gesta og uppbyggingu á hostelum undir sínum merkjum. Hleðslustöð fyrir bíla er við bílastæði hostelsins, rusl er flokkað og stefnt er að því að gróðursetja tré á hverju hausti til að mæta því kolefnisspori sem reksturinn skapar.
Fyrir bestu verðin & auðveld bein samskipti ef þarf að breyta bókunum þá er LANGbest að bóka beint gegnum heimasíðuna. www.hafaldan.is
Við hlökkum til að sjá þig !
Deila Aftur í gistingStaðsetning / Upplýsingar
- Suðurgata 8
- Sími: +354 611 4410
- Netfang: [email protected]
- www.hafaldan.is