Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Einnig er þar stórt húsbílastæði með aðgengi að salernum. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.
Vinsamlega athugið að það er einungis leyfilegt að gista í tjaldi eða húsbíl á tjaldsvæðinu á Seyðisfirði.
Það er EKKI leyfilegt að gista annars staðar innan bæjarmarkanna.

Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er rómað fyrir góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. Á svæðinu er þjónustuhús með aðstöðu fyrir gesti. Eldunaraðstaða og seturstofa er í þjónustuhúsinu. Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottavél, þurrkari, borðsalur, eldunaraðstaða inni, frír aðgangur að interneti, útigrill og aðstaða fyrir húsbíla, þar með talið rafmagn og hreinsiaðstaða fyrir húsbíla-wc. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu frá og með sumri 2020. Hundaeigendur eru beðnir um að fylgja reglum sem eru á svæðinu.

Í göngufæri er sjoppa, matvöruverslun, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, sauna og heitir pottar, handverksmarkaður, Tækniminjasafnið, Skaftfell menningarmiðstöð og margt fleira.
Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er aðili að Útilegukortinu.

Hægt er að kaupa Útilegukortið á tjaldsvæðinu.

Á þriðjudögum og miðvikudögum, meðan ferjan er á sumaráætlun, er gríðarlegt álag á tjaldsvæðinu. Það má því búast við erfiðleikum með að fá gott stæði og ráðlegt er að mæta snemma. Vinsamlega hafið í huga að starfsfólkið er að gera sitt besta til að dvöl ykkar sé sem ánægjulegust og þiggur með þökkum ábendingar um allt sem betur má gera.

Starfsfólk tjaldsvæðisins er á svæðinu frá 7:00-13:00 og 18:00-23:00 og getur svarað símtölum á þeim tíma.

Deila
Aftur í gisting

Staðsetning / Upplýsingar

Finna á korti

Verðskrá 2021

  • Fullorðnir: 2.000 kr.
  • Eldri borgarar of fatlað fólk: 1.600 kr.
  • Börn: Ókeypis fyrir 14 ára og yngri
  • Sturta: 100 kr. fyrir 2 mín af heitu vatni
  • Þvottavél: 700 kr. / Þurrkari: 700 kr.
  • Rafmagn: 1.200 kr. fyrir 24 klst
  • Aðgangur að eldhúsi fyrir aðra en gesti tjaldsvæðisins: 600 kr.

Media
Luna

Allt árið

Media Luna er staðsett miðsvæðiðs á Seyðisfirði, aðeins um…

Lesa nánar

Farfuglaheimilið
Hafaldan

Sumar

Farfuglaheimlið Hafaldan hefur verið starfrækt síðan 1975 eða síðan…

Lesa nánar

Seydisfjördur
Guesthouse

Allt árið

Seydisfjordur Guesthouse er starfrækt í fyrrum póst- og símstöð Seyðisfjarðar…

Lesa nánar

Gistihús
Sillu

Allt árið

Gistihús Sillu býður upp á þrjú tveggja manna herbergi…

Lesa nánar

Hótel
Aldan

Allt árið

Hótel Aldan er í þremur sögulegum húsum frá því…

Lesa nánar

Lónsleira
– íbúðir

Allt árið

Lónsleira leigir út fjórar íbúðir í tveimur nýbyggðum parhúsum.…

Lesa nánar

Við
Lónið Guesthouse

Allt árið

Húsið, Norðurgata 8 Við Lónið – guesthouse, er staðsett…

Lesa nánar