Fossaganga
Gönguferð með Fjarðará
Ánægjuleg, auðveld ganga frá hjarta bæjarins meðfram ánni inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til meðfram Fjarðará, inn á lítið skógræktarsvæði, neðan við klettabeltið sunnan megin ár. Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, týna má þar aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst eða þar til frystir. Fyrir þá sem vilja sjá meira af fossum Fjarðarár er mælt með að gengið verði áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni sunnanmegin . Leiðin liggur upp að minnisvarða í Neðri Staf, hækkunin er um 300 metrar. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega.
Deila Back to hikes