Við Lónið Guesthouse
Húsið, Norðurgata 8
Við Lónið – guesthouse, er staðsett í hjarta Seyðisfjarðar með útsýni yfir hin tignarlegu fjöll, miðbæinn og hið einstaka lón. Húsið var byggt árið 1907 af Tryggva Guðmundssyni og er eitt þeirra fallegu forsmíðuðu húsa sem flutt voru til Seyðisfjarðar frá Noregi í byrjun 20. aldar.
Tryggvi bjó með fjölskyldu sinni í þessu glæsihýsi og rak litla krambúð í horni fyrstu hæðar.
Dóttir hans, Nína, var fædd og uppalin á Norðurgötu 8. Hún er meðal þekktustu listamanna Íslands.
Húsið er eitt af aðal kennileitum verslunar- og þjónustusögu Seyðisfjarðar. Það hefur gegnt mörgum ólíkum hlutverkum í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna, íbúðarhús, kjörbúð, fataverslun, listavinnustofa, gjafavöruverslun, kaffihús og þarna var fyrsta skyndibitabúllan í bænum, þar sem hægt var að fá franskar og borgara.
Herbergin okkar
Öll herbergin okkar 8, bjóða upp á glæsilegt útsýni yfir hin stórfenglegu fjöll Seyðisfjarðar auk þess sem hin sögulega byggð með yfir 100 ára gömlum húsum, er allt í kring.
Herbergistegundir:
*Deluxe herbergi með svölum bjóða upp á útsýni yfir lónið og vísa í austur. Stærð: 19,5-21 m2.
*Deluxe herbergi snúa að hinni sögulegu verslunargötu, Norðurgötu og vísa í vestur. Stærð 18,5-19,5 m2.
Herbergin eru innréttuð með nútímalegu skandinavísku ívafi. Við notum upprunalegan við úr húsinu í hönnunina ásamt því að tengja við seyðfirska náttúru. Þar er hægt að slappa af, njóta kyrrðarinnar og innblástursins sem Seyðisfjörður býður uppá.
Í öllum herbergjum er frítt internet, kaffivél, einkabaðherbergi með sturtu, fríar hreinlætisvörur og hárþurrka.
Staðsetning / Upplýsingar
- Norðurgata 8, 710 Seyðisfjörður
- Sími: ++354 899-9429
- Netfang: [email protected]
- www.vidlonidguesthouse.com