Það er nóg um að vera og fullt að gera í firðinum fagra!
Hvort sem það er leit að fossum og fjalladýrð, matur og drykkur eða menning og mannlíf – þú finnur það allt á Seyðisfirði.
Útivist og umhverfi
Möguleikar til útivistar eru fjölbreyttir í Seyðisfirði og fyrir þá sem hafa áhuga á göngum má finna bæði stuttar og lengri gönguleiðir í firðinum.
Leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina má finna miðsvæðis í bænum auk strandblakvallar og sparkvallar. Folfvöllur er staðsettur rétt innan við innstu hús bæjarins og 9 holu golfvöll má einnig finna á Seyðisfirði. Hægt er að leigja kajaka við Lónið yfir sumartímann og eins er boðið upp á siglingar um fjörðinn og yfir í nærliggjandi firði.
Skíðaáhugamenn finna gott skíðasvæði í Stafdal, sem er einungis í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Seyðisfirði.
Listir og menning
Seyðisfjörður hefur lengi verið þekktur sem mikill menningarbær enda hefur listin fengið að dafna af listamannasamfélaginu á staðnum. Ríka og einstaka sögu bæjarins er hægt að skoða á Tæknisafninu, hvetjandi samtímalist er kjarni Skaftfells myndlistarhúss og félagsmiðstöðin Herðubreið stendur fyrir ýmsum viðburðum allt árið um kring. Kennileiti bæjarins er Bláa kirkjan en kirkjan bíður uppá vikulega tónleika á sumrin og ómar um bæinn klassísk- og nútíma tónlist á miðvikudögum. LungA-hátíðin er bæjarhátíð Seyðisfjarðar þar sem áherslan er höfð að ungum og öflugum höfundum sem hertaka Seyðisfjörð í vikulangri hátíð. Á veturna fagnar List í ljósi hátíðin endurkomu sólarinnar með því að umbreyta bænum með listaverkum byggð á ljósi í ýmsum myndum.
Göngur
Á Seyðisfirði eru fjölmargar og fjölbreyttar göngur. Fjörðurinn býður upp á gönguleiðir fyrir alla aldurshópa og á öllum erfiðleikastigum. Mikilvægt er að lesa sér vel til um ferðirnar áður en lagt er af stað í ævintýri. Upplifðu náttúruna í náttúrunni.